Kolbeinn Höður jafnaði Íslandsmetið: 10,51 sek
Kolbeinn Höður Gunnarsson jafnaði í dag Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi. Kolbeinn, sem er Akureyringur en keppir nú fyrir FH, hljóp á 10,51 sekúndu í úrslitahlaupinu á Trond Mohn mótinu í Bergen í Noregi. Greint er frá þessu á vef RÚV og var úrslitahlaupið sýnt í íþróttafréttum Sjónvarps í kvöld.
Mótvindur var 0,7 metrar á sekúndu í dag, en mest má meðvindur vera 2 metrar til að met fáist staðfest.
Um síðustu helgi bætti Kolbeinn eigið Íslandsmet í 200 metra og hljóp 100 m á mun betri tíma en gildandi Íslandsmet en meðvindur var þá of mikill.
Frétt Akureyri.net um síðustu helgi: Kolbeinn Höður bætti eigið Íslandsmet í 200 m
RÚV í kvöld: Hlaupið hefst þegar klukkan er 19:31:28
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður RÚV greindi frá Íslandsmetinu í kvöld.