Íþróttir
Kimberley Dóra kölluð inn í U19 hópinn
14.07.2023 kl. 19:03
Fulltrúar Þórs/KA í landsliðshópi U19 á lokamóti EM: Jakobína Hjörvarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir.
Þór/KA mun eiga þrjá fulltrúa á lokamóti EM U19 í knattspyrnu sem hefst eftir nokkra daga. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir var síðdegis í dag kölluð inn í hópinn með skömmum fyrirvara, flýgur suður í kvöld og nær að ferðast með hópnum sem flýgur til Belgíu í býtið á morgun.
Með innkomu hennar í hópinn á Þór/KA þrjá fulltrúa í landsliðshópnum því áður höfðu þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir verið valdar í hópinn. Ísfold Marý og Jakobína eru báðar fæddar 2004, en Kimberley Dóra er fædd 2005 og má því vænta þess að hún eigi greiða leið inn í hópinn í haust og á næsta ári.
Ísland leikur í riðli með Spáni, Tékklandi og Frakklandi.
Leikir Íslands
- 18. júlí kl. 18:30 á Leburton Stadiom
Ísland - Spánn - 21. júlí kl. 15:30 á Tivoli Stadium
Ísland Tékkland - 24. júlí kl. 18:30 á RBFA Academy Stadium
Ísland - Frakkland
Mótsvefurinn: WU19 (weuro-u19-belgium.com)