Íþróttir
Kepptu alla helgina í glampandi sól - MYNDIR
28.06.2021 kl. 06:00

Sólin kyssti kinn og vatnsflötinn á laugardaginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi, uppskeruhátíð bestu 11 til 17 ára sundmanna landsins, lauk á Akureyri í gær. Keppni hafði staðið í Sundlaug Akureyrar síðan á föstudag. Akureyri.net leit nokkrum sinnum við um helgina, fjöldi mynda birtist hér um helgina og fleiri eru komnar í safnið.