Kemst KA í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar?
KA-menn sækja Víkinga heim í dag í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. Liðin eru bæði toppbaráttunni og KA getur komist í annað sætið, upp að hlið Reykjavíkurliðsins, með sigri; Víkingar hafa 29 stig eftir 15 leiki en KA 26 að loknum 14.
Víkingar unnu fyrri leik liðanna í sumar á Dalvík, 1:0, þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk gullið tækifæri til að jafna á síðustu sekúndunni þegar hann tók vítaspyrnu, en skaut yfir markið. Hallgrímur hefur verið í miklu stuði undanfarið, gerði tvö mörk í sigri á Keflvíkingum í síðasta leik og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu KA.
Hallgrímur hefur leikið með KA síðan árið 2007, frá 18 ára aldri, fyrir utan sumarið 2015 sem hann var með Víkingum og þá skoraði hann einmitt í fyrsta skipti í efstu deild Íslandsmótsins. Það var í stórsigri Víkinga, 7:2, á Keflavík. Skemmtileg tilviljun að hann bætti svo markamet KA gegn Keflvíkingum á dögunum.
Leikurinn á Víkingsvellinum hefst klukkan 17.00.
Nánar um markamet Hallgríms fljótlega.