KA vann Þór eftir vítaspyrnukeppni
KA-menn sigruðu Þórsara í kvöld í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í fótbolta, árlegs æfingamóts á vegum norðlenskra knattspyrnudómara. Staðan var 1:1 að hefðbundnum leiktíma loknum og strax var gripið til vítaspyrnukeppni. Leikið var á gervigrasvellinum á KA-svæðinu.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, þar sem KA-menn voru miklu meira með boltann en áttu þó aðeins eitt skot sem hitti á markið en Þórsarar ekkert. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar af krafti og fyrstu fimm mínúturnar voru bráðskemmtilegar; Jakob Snær Árnason kom Þór í 1:0 með skoti fyrir utan teigs en ekki leið nema rúm mínúta þar til KA var búið að jafna. Steinþór Freyr Þorsteinsson fékk boltann yst í vítateignum og sendi hann með glæsilegu skoti efst í vinkilinn fjær.
Vítaspyrnukeppnin:
1:0 Andri Fannar Baldursson
1:1 Ólafur Aron Pétursson
2:1 Sveinn Margeir Hauksson
2:1 Nikolaj Kristinn Stojanovic – skaut í sttöng
3:1 Gunnar Örvar Stefánsson
3:2 Ásgeir Marinó Baldvinsson
4:2 Steinþór Már Auðunsson
4:2 Aðalgeir Axelsson – skaut yfir markið
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Nökkvi Þeyr Þórisson, KA-maður, og Þórsararnir Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Petar Planic. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.