Íþróttir
KA vann Aftureldingu í Meistarakeppni BLÍ
26.09.2022 kl. 11:38

KA-stelpurnar sem sigruðu í Meistarakeppni Blaksambands Íslands um helgina. Ljósmynd af Facebook siðu KA.
Kvennalið KA í blaki sigraði Aftureldingu 3:0 í Meistarakeppni Blaksambandsambands Íslands um helgina og er því Meistari meistaranna.
Þrátt fyrir niðurstöðuna voru allar hrinurnar þrjár æsispennandi – 26:24, 25:23, 25:23 – en KA er sannarlega besta lið landsins sem fyrr.
Hamar varð hins vegar Meistari meistaranna í karlaflokki, Hvergerðingar unnu KA og spennan var lítið minni en hjá stelpunum – 25:22, 25:19, 25:22.
Báðir leikirnir fóru fram í KA-heimilinu.