Fara í efni
Íþróttir

KA tryggði sér oddaleik í undanúrslitunum

Kvennalið KA í blaki vann Aftureldingu í kvöld í KA-heimilinu, 3:1. Liðið tryggði sér þar með oddaleik á þriðjudaginn í Mosfellsbæ, í einvíginu um hvort liðið mætir HK í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

KA tapaði fyrir Aftureldingu í vikunni en sigurinn í kvöld var býsna öruggur. KA vann fyrstu hrinuna 25:23, Afturelding þá næstu 27:25 en KA hafði yfirburði í síðustu tveimur; vann báðar 25:15.

Mireia Orozco fór hamförum í KA-liðinu og gerði 28 stig, Paula Del Olmo Gomez lék einnig gríðarlega vel, gerði 19 stig, Gígja Guðnadóttir gerði 8 stig, Helena Kristín Gunanrsdóttir 6, Jóna Margrét Arnarsdóttir 4, Ásta Lilja Harðardóttir 2 og Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir 2.