KA tekur á móti Fylki í Bestu deildinni í dag
KA og Fylkir mætast á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið í dag, í 11. umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu.
KA er í fimmta sæti með 14 stig að loknum 11 leikjum en Fylkir í áttunda sæti með 11 stig. Fylkismenn hafa spilað einum leik minna en KA-strákarnir. Viðureign KA og Víkings á Akureyri var hluti 15. umferðar en var flýtt vegna Evrópukeppninnar í sumar.
Eftir að KA vann HK 2:1 á útivelli 7. maí hefur liðið átt í basli; tapaði 4:0 fyrir Val á heimavelli, 2:0 fyrir Breiðabliki á útivelli og loks 4:0 fyrir Víkingi heima. Þá kom sigurleikur heima gegn Fram, 4:2, en síðasti leikur tapaðist illa, 4:0 fyrir Stjörnunni í Garðabæ.
Fylkismenn töpuðu 2:1 á heimavelli fyrir Breiðaliki 8. maí en eru taplausir síðan; hafa unnið Fram og ÍBV en gert jafntefli við Stjörnuna og KR. Síðasti leikur var gegn KR á heimafylli Fylkis og fór 3:3.
Flautað verður til leiks klukkan 14.00.