Fara í efni
Íþróttir

KA tekur á móti botnliði Skagamanna í dag

Skaga-Sauðkræking langar í treyju KA-Húsvíkings! Elfar Árni Aðalsteinsson, framherji KA, og Jón Gísli Eyland Gíslason í leik KA og ÍA 2019. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Gera má ráð fyrir mikilli baráttu á Akureyrarvelli (Greifavellinum) í dag þegar KA og ÍA mætast í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. Skagamenn eru í neðsta sæti og róa lífróður til að halda sér í deildinni, en KA-menn, sem eru komnir niður í fimmta sæti, eygja von um sæti í Evrópukeppni næsta sumar.

Fjórar umferðir eru eftir í Pepsi Max deildinni og því 12 stig í pottinum. ÍA er neðst með 12 stig úr 18 leikjum. HK er þar fyrir ofan með 14 stig, Fylkir hefur 16 og Keflavík 18 stig. KA-menn eru með 30 stig eftir 18 leiki.

Leikur KA og ÍA hefst klukkan 16.00.