KA tapaði naumlega fyrir toppliði Hauka
KA tapaði fyrir Haukum, 32:29, á heimavelli í dag í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Liðið er því enn í níunda sæti, hefur sex stig að loknum níu leikjum. Haukar eru efstir í deildinni með 16 stig eftir 10 leiki.
Haukur byrjuðu betur og tók strax forystu, komust í 5:2, KA-menn náðu að minnka muninn í eitt mark fljótlega en svo breikkaði bilið á ný. Staðan var 18:14 í hálfleik.
Munurinn hélst nokkur framan af seinni hálfleik, um hann miðjan var forysta Hauka aðeins eitt mark en KA-menn náðu ekki alveg í skottið á þeim. Haukar voru tveimur til þremur mörkum yfir lengi vel, en svo fór að heimamenn færðust hægt og rólega nær og náðu loks að jafna, 28:28, fimm mínútum fyrir leikslok – og að komast yfir, í fyrsta skipti, eftir mikla baráttu, þegar Arnar Ísak Haddsson skoraði. Það reyndist hins vegar í eina skiptið sem KA komst yfir. Bensínið virtist allt í einu búið og Haukar gerðu fjögur síðustu mörkin.
KA-liðið lék betur í dag en í mörgum undanförnum leikjum. Vörnin var mjög góð á köflum en markvarslan hins vegar sama og engin og þegar sú er raunin er nánast ómögulegt að sigra lið eins og Hauka.
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 7 (2 víti), Patrekur Stefánsson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Ólafur Gústafsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Pætur Mikkjalsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 3 (1 víti), Nicholas Satchwell 3.
Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.