KA tapaði fyrir Val í vítaspyrnukeppni
KA tapaði fyrir Val í úrslitaleik Lengjubikarkeppni KSÍ í dag. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit því staðan var jöfn, 1:1, eftir venjulegan leiktíma. Óhætt er að fullyrða að vítaspyrnukeppni er ekki besti vinur akureyrskra knattspyrnumanna þessa helgina, því Þór/KA tapaði úrslitaleik Lengjubikarkeppni kvenna í gær í vítaspyrnukeppni eins og Akureyri.net greindi frá.
Úrslitaleikur KA og Vals fór fram á nýja Greifavellinum, gervigrasinu sunnan við KA-heimilið. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA í 1:0 með marki úr vítaspyrnu á 71. mín. eftir að brotið var á Sveini Margeiri Haukssyni. Það var svo hægri bakvörðurinn, gamla landsliðskempan Birkir Már Sævarsson, sem jafnaði; Adam Ægir Pálsson þrumaði að marki, Steinþór Már Auðunsson varði en boltinn hrökk til Birkis Már sem skoraði öryggleg af stuttu færi. Boltinn söng í netinu nákvæmlega fimm sekúndum áður en leikklukkan small í 90 mínútur en reyndar var leikið nokkrar mínútur enn vegna ýmissa tafa.
_ _ _
KA NÆR FORYSTU
Þegar Sveinn Margeir Hauksson slapp inn fyrir vörn Vals á 70. mínútu greip Elfar Freyr Helgason það til bragðs að toga hraustlega í treyju KA-mannsins sem féll í teignum og vítaspyrna var dæmd. Hallgrímur Mar Steingrímsson tók vítið og þrumaði neðst í hægra hornið.
_ _ _
VÍTASPYRNUKEPPNIN
- KA - Valur 0:0 ... Aron Jóhannsson tók fyrstu spyrnuna fyrir Val – Steinþór Már Auðunsson kastaði sér itl hægri og varði örugglega.
- KA - Valur 0:0 ... Hallgrímur Mar Steingrímsson – Frederik Schram ver
_ _ _ - KA - Valur 0:1 ... Andri Rúnar Bjarnason skorar
_ _ _
- KA - Valur 1:1 ... Daníel Hafsteinsson skorar
_ _ _ - KA - Valur 1:2 ... Adam Ægir Pálsson skorar
_ _ _
- KA - Valur 2:2 ... Bjarni Aðalsteinsson skorar
_ _ _ - KA - Valur 2:3 ... Birkir Heimisson skorar
_ _ _
- KA - Valur 3:3 Pætur Petersen skorar
_ _ _ - KA - Valur 3:4 Sigurður Egill Lárusson skorar
_ _ _
- KA - Valur 3:4 Hrannar Björn Steingrímsson tók síðasta víti KA og skaut yfir markið.
_ _ _
Lengjubikarmeistarar Vals eftir sigurinn í dag.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna