KA-strákarnir töpuðu í Mosfellsbæ
Karlalið KA í blaki tapaði 3:1 fyrir Aftureldingu í gær i fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Leikið var í Mosfellsbæ. Liðin mætast aftur á fimmtudaginn, þá í KA-heimilinu, og KA-strákarnir verða að vinna til að knýja fram oddaleik. Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit. Þriðji leikurinn færi fram á sunnudaginn í Mosfellsbæ.
KA byrjaði getur í gær og vann fyrstu hrinuna 25:22. Strákarnir okkar fengu fljúgandi start í annarri hrinu og komust í 4:0 en þá var þjálfara heimamanna nóg boðið, tók leikhlé og lagði línurnar á ný. Það skipti greinilega sköpum því þeir hrukku gang og unnu hrinuna; reyndar mjög naumlega, 25:23. Afturelding vann þriðju hrinuna einnig 25:23 og þá fjórðu 25:20 eftir að KA hafði komist í 16:11.
Miguel Mateo, leikmaður og þjálfari KA, var stigahæstur sinna manna með 20 stig.
Leikur liðanna á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, hefst klukkan 14.00.