Íþróttir
KA óskar eftir frestun tveggja leikja
23.04.2021 kl. 12:15
Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
KA hefur óskað eftir því við Handknattleikssamband Íslands að tveimur leikjum liðsins í Olísdeild karla sem fram eiga að fara 30. apríl og 3. maí verði frestað þar til eftir 9. maí, vegna þátttöku tveggja leikmanna liðsins í verkefni landsliðs Færeyja. Annars vegar er um að ræða leik við Aftureldingu í Mosfellsbæ 30. apríl, hins vegar heimaleik við FH mánudaginn 3. maí. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá þessu.
Smelltu hér til að lesa nánar um málið í handbolti.is