KA nældi í þrjú stig með sigri á Fylki
KA-menn bættu þremur stigum í sarpinn í dag þegar þeir sigruðu gesti sína úr Árbænum í Reykjavík, Fylkismenn, 2:1 í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Sveinn Margeir Hauksson gerði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma, kom KA í 1:0 með þrumuskoti yst úr víteignum og Harley Willard breytti stöðunni í 2:0 þegar klukkutími var liðinn.
Þegar fimm mínútur voru eftir skv. vallarklukkunni, en níu mínútur í raun, minnkuðu gestirnir muninn. Það var Benedikt Daríus Garðarsson sem skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu ákjósanleg færi til að skora meira en náðu því ekki – sem var í raun ótrúlegt.
KA er komið með 17 stig og fer með sigrinum upp að hlið FH í fjórða sæti, en leikur FH og Breiðabliks stendur nú yfir.
Nánar á eftir