Íþróttir
KA-menn taka á móti Keflvíkingum á Dalvík
02.05.2022 kl. 13:09
KA-menn í baráttunni gegn Leikni á Dalvík í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
KA-menn taka á móti liði Keflvíkinga á Dalvík í dag klukkan 18.00 í þriðju umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu.
KA hefur unnið báða leiki sína til þessa, gegn Leikni á heimavelli, 1:0, og ÍBV í Eyjum, 3:0. Keflvíkingar hafa hins vegar átt erfitt uppdráttar í byrjun og tapað báðum leikjunum, 4:1 fyrir Breiðabliki og 1:0 fyrir Val.
KA kemst að hlið Breiðabiks og Vals á toppinn með sigri í kvöld, bæði lið hafa unnið þrjá fyrstu leikina.