Íþróttir
KA-menn sækja topplið Víkings heim í dag
29.04.2023 kl. 11:25
Dansinn stiginn á Greifavelli KA í fyrrasumar. Ívar Örn Árnason í baráttu við þrjá Víkinga. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA sækir Víking heim í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
KA-menn eru með fimm stig í fjórða sæti eftir þrjár umferðir en Víkingar eru með fullt hús stiga á toppnum, eina liðið sem hefur unnið alla leikina. Víkingar hafa verið afar sannfærandi og enn ekki fengið á sig mark.
Allir þrír leikir KA til þessa hafa farið fram á heimavelli:
- KA - KR 1:1
- KA - ÍBV 3:0
- KA - Keflavík 0:0
KA átti að mæta ÍBV í Eyjum en liðin víxluðu leikjunum þar sem grasvöllurinn þar var ekki tilbúinn.
Leikir Víkings til þessa:
- Stjarnan - Víkingur 0:2
- Víkingur - Fylkir 2:0
- Víkingur - KR 3:0
Leikur Víkings og KA hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.