KA-menn í vandræðum vegna fjölda meiðsla
Mikil meiðsli hrjá nú leikmannahóp KA, þegar aðeins þrjár vikur eru þar til Íslandsmótið í knattspyrnu hefst. Þetta kemur fram á Vísi í dag.
Belgíski bakvörðurinn Bryan van den Bogaert meiddist á æfingu í Boganum á föstudaginn. „Hann festist í gervigrasinu og fékk mann aftan á sig. Það kom yfirfetta á hnéð en ekki til hliðar. Hann gat ekkert hreyft á sér löppina og var bara á hækjum fram yfir helgi. Hann gat svo aðeins stigið í löppina og haltrað eftir helgi. Þetta er hundrað prósent ekki krossband,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi.
Hinn Belginn hjá KA, Sebastian Brebels er einnig meiddur, svo og Hallgrímur Jónasson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Haukur Heiðar Hauksson. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir ekki ljóst hvort sá síðastnefndi verði eitthvað með í sumar.
„Við höfum misst tvo leikmenn frá því í fyrra. Við fengum Bryan í staðinn fyrir Mark Gundelach og svo misstum við Mikkel Qvist og það hefur alltaf verið markmiðið að sækja í þá stöðu. Annað ætluðum við að skoða þegar nær drægi móti. Við erum ekkert súper ánægðir með hvernig staðan á hópnum er,“ segir Arnar Grétarsson.
Nánar hér á Vísi