Íþróttir
KA-menn brosa breiðar næstu daga!
10.02.2021 kl. 21:50
KA-menn fögnuðu að vonum innilega eftir sigur í nágrannaslagnum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
KA-menn fögnuðu sigri á Þórsurum, 26:23, í bikarkeppninni í handbolta í íþróttahöllinni í kvöld. Þórsarar voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13, og leikurinn var í járnum lengst af. Vel var tekist á eins og vera ber, leikurinn ágæt skemmtun og synd að engir áhorfendur mega vera í íþróttahúsunum um þessar mundir, vegna veirufjandans. Hætt er við að stemningin á pöllunum hefði verið mögnuð við hefðbundnar aðstæður, en nú sat fjöldinn heima í sófa og horfði á leikinn í ríkissjónvarpinu.
Viðureignin var hluti 1. umferðar bikarkeppninnar, 32-liða úrslita. KA-menn verða því í hattinum þegar dregur verður til 16-liða úrslita.
Nánar í fyrramálið með stórri myndasyrpu.