Íþróttir
KA mætir Aftureldingu í átta liða úrslitum
04.01.2023 kl. 12:20
Ólafur Gústafsson í bikarúrslitaleiknum á síðasta ári þar sem hann var frábær. Ólafur fór í aðgerð vegna meiðsla í haust og hefur enn ekki komið við sögu hjá KA í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-menn fá lið Aftureldingar í heimsókn í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta um miðjan febrúar. Dregið var í morgun. KA lék til úrslita í keppninni í fyrra en tapaði þeirri viðureign fyrir Val.
Drátturinn í bikarkeppni karla er sem hér segir:
- ÍR - Fram
- Haukar - Hörður
- KA - Afturelding
- Stjarnan - Valur
Tilkynnt var fyrir dráttinn að Coca Cola á Íslandi yrði áfram styrktaraðili keppninnar en í stað þess að bera nafn þess þekkta gosdrykkjar kallast bikarkeppnin í handbolta nú Poweradebikarinn.