KA lagði Fylki með mörkum í lokin
KA sigraði Fylki 2:0 á heimavelli í dag í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. KA-menn voru mun meira með boltann en náðu ekki að skora fyrr en undir lokin. Hallgrímur Mar Steingrímsson braut ísinn á 88. mínútu og Nökkvi Þeyr Þórisson gerði seinna markið á 91. mínútu.
Fylkismenn eru í harðri baráttu um að hanga í deildinni og börðust af miklum móð en urðu að játa sig sigraða. Þeir hefðu reyndar átt að fá vítaspyrnu snemma leiks þegar augljóst virtist að brotið var á einum þeirra, en dómarinn var á öðru máli.
- - - -
Uppfært klukkan 22.00
Breiðablik vann Val 3:0 í kvöld og staðan er þannig í efri hluta deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir:
Breiðablik ... 44 stig
Víkingur ....... 42
KR .................... 38
KA .................... 36
Valur .............. 36
- KA er með mun betra markahlutfall en Valur; KA er með 13 mörk í plús en Valur 8.
- KA á eftir að mæta Val í Reykjavík og FH á Akureyri. KA-menn eiga því enn möguleika á sæti í Evrópukeppni á næsta ári.
- Leikskýrslan er enn ekki komin inn á vef KSÍ. Smellið hér til að sjá allar upplýsingar á fotbolti.net.