Fara í efni
Íþróttir

KA lauk leiktíðinni með sigri á HK

Harley Willard, sem hér er í baráttu við Arnþór Ara Atlason á Greifavellinum í dag, gerði eina markið gegn HK. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA sigraði HK 1:0 í dag í lokaumferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu, efstu deildar Íslandsmótsins. KA hafði þegar tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, 7. sætið, og HK heldur sæti sínu í deildinni. Þar sem ÍBV gerði aðeins jafntefli við Keflavík í Eyjum falla Eyjamenn. Keflvíkingar voru löngu fallnir.

Það var Harley Willard sem gerði eina markið á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið í dag. Eftir hornspyrnu Hallgríms Mar Steingrímssonar  frá hægri skallaði Færeyringurinn Jóan Símun Edmundsson boltann til Willards sem var óvaldaður í teignum og Skotinn þakkaði fyrir sig með því að skora með föstu vinstri fótar skoti. Þetta var á 35. mínútu.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna á vef KSÍ

Meira síðar