KA fer í fjögurra liða úrslit með sigri
KA getur komist í fjögurra úrslit Íslandsmótsins í handbolta í kvöld náði liðið að sigra Hauka á heimavelli. KA-strákarnir unnu viðureign liðanna í Hafnarfirði á föstudagskvöldið og tvo sigra þarf til að komast áfram. Leikurinn hefst klukkan 18.30.
„Þurfum að spila betur en síðast“
„Þetta er skemmtilegt verkefni og það er mikil tilhlökkun í hópnum,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, við Akureyri.net í dag.
„Við ætlum okkur sigur, en gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að spila betur en í síðasta leik til að það takist,“ sagði þjálfarinn, þótt sigur hafi unnist í Hafnarfirði. „Vonandi tekst það. Ég efast ekki eina sekúndu um að við fáum alvöru stuðning frá okkar frábæra fólki og vonandi tekst okkur að nýta þá orku sem við fáum frá áhorfendum til að sigla heim sigrinum og loka einvíginu.“
Kostar 1.250 kr. að horfa í kvöld
KA tekur upp þá nýjung í kvöld að rukka fyrir útsendingu fra leiknum en hingað til hafa útsendingar KA-TV verið ókeypis. „Mörg félög á Íslandi hafa tekið þetta skref og hefur stjórn handknattleiksdeildar tekið þá ákvörðun að prófa fyrirkomulagið fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn er ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ segir á vef félagsins.
„Leikurinn er sýndur í gegnum vVenue kerfið sem hefur sannað gildi sitt í slíkum útsendingum, en Lengjudeildin notaði kerfið til að mynda fyrir sínar útsendingar árið 2021 auk þess sem ýmis íþróttafélög hér á landi hafa notað kerfið með mjög góðum árangri.“
Aðgangsgjald á útsendingu kvöldsins er 1.250 kr, segir á vef KA.