Íþróttir
KA gerði jafntefli og fór í átta liða úrslit
13.03.2021 kl. 22:12
Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Daníel Hafsteinsson skoraði fyrir KA-menn þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Grindvíkinga í riðli 1 í A-deild Lengjubikarkeppninnar í fótbolta í kvöld í Boganum. Þetta var síðasti leikur riðilsins og jafnteflinu komst KA í 10 stig, hefur jafn mörg og HK, en endar í öðru sæti þar sem KA-menn unnu viðureignina gegn Kópavogsliðinu.
Daníel gerði mark KA skömmu áður en fyrri hálfleikurinn var flautaður af en Dagur Ingi Hammer Gunnarsson jafnaði fyrir gestina í blálokin.
Átta liða úrslitin hefjast í vikunni en KA sækir Breiðablik heim næsta laugardag, 20. mars. Leikur liðanna verður á Kópavogsvelli og hefst klukkan 16.00.