Fara í efni
Íþróttir

KA gæti farið áfram, Þór lá fyrir Víkingi

KA-mennirnir Hrannar Björn Steingrímsson og Brynjar Ingi Bjarnason - Þórsarinn Sigurður Marinó Kristjánsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

KA mætir Grindavík í Lengjubikarkeppni karla í fótbolta í kvöld. Leikið verður í Boganum og hefst viðureignin klukkan 19.30. Með jafntefli eða sigri kemst KA í átta liða úrslitin og leikur þá við Breiðablik.

Fyrr í dag unnu Valsmenn Aftureldingu 3:0 og urðu efstir í riðlinum með 13 stig, HK vann Víking frá Ólafsvík 5:0 og fór í annað sætið, upp fyrir KA, hefur nú 10 stig en KA níu. KA sigraði HK í riðlinum þannig að verði liðin jöfn að stigum fer KA áfram.

Þórsarar luku keppni í Lengjubikarnum, þegar þeir töpuðu 5:0 fyrir Víkingum frá Reykjavík í Boganum í gærkvöldi. Þór reið ekki feitum hesti frá keppninni að þessu sinni; liðið tapaði öllum fimm leikjunum.