Íþróttir
Fjörug byrjun á nýja Greifavellinum
16.06.2022 kl. 20:50
Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði fyrsta mark KA á Íslandsmótinu á nýja heimavellinum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
KA og Fram skildu jöfn, 2:2, í kvöld í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á nýjum heimavelli KA.
Fall er stundum fararheill og KA-menn, sem voru 2:0 undir í hálfleik, tóku völdin í seinni hálfleik og gerðu tvö mörk á síðustu 10 mínútunum. Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem kom af varamannabekknum í hálfleik, minnkaði muninn úr víti á 80. mín. og Daníel Hafsteinsson jafnaði skömmu fyrir leikslok.
Daníel Hafsteinsson tryggði KA annað stigið með marki undir lokin. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Þormóður Einarsson og Siguróli Sigurðsson tóku fyrstu spyrnurnar á nýja vellinum - eins og þegar KA-menn tóku fyrri gervigrasvöll sinn í notkun árið 2013. Til hægri er Magnús, sonur Siguróla.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna