Íþróttir
Íþróttamenn taka upp þráðinn á ný í kvöld
25.01.2021 kl. 06:30
Garðar Már Jónsson - Paula Del Olmo - Ivan Aurrecoechea Alcolado. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson og Þórir Tryggvason.
Nær öllum íþróttaleikjum helgarinnar, þar sem akureyrsk lið áttu í hlut, var frestað vegna ófærðar. Spáin gerir ráð fyrir ágætu veðri í dag og ekkert ætti að geta komið í veg fyrir að menn reyni með sér í kvöld, þegar tveir leikir hafa verið settir á. Einn verður svo á morgun.
Í KVÖLD
Þór - KR í Domino's deildinni í körfubolta verður í Höllinni klukkan 19.15
Valur - Þór í Olís deild karla í handbolta verður að Hlíðarenda klukkan 18.30
Á MORGUN, ÞRIÐJUDAG
Valur - KA/Þór í Olísdeild kvenna í handbolta verður annað kvöld klukkan 18.30.
- SA Víkingar áttu að mæta Fjölni í Reykjavík á Íslandsmótinu í íshokkí, Hertz deildinni, um helgina. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvenær sá leikur fer fram.
- KA og Þróttur áttu að leika á Íslandsmótinu í blaki kvenna í Reykavík um helgina. Ekki hefur verið tilkynnt hvort búið sé að ákveða nýjan leiktíma.
- Fyrsti leikur karlaliðs KA í handbolta, eftir hið langa Covid og HM-hlé verður á fimmtudaginn, þegar Afturelding kemur í KA-heimilið. Leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30.