Íþróttafólk á ferð og flugi um helgina
Mikið er um að vera hjá akureyrsku íþróttafólki um helgina, bæði í heimabænum og annars staðar. Í húsum bæjarins verður boðið upp á blak, fótbolta, handbolta og íshokkí.
Áhorfendum verður hvergi hleypt inn frekar en undanfarið vegna Covid-19, en hægt er að fylgjast með öllum viðburðum í beinni útsendingu.
Laugardagur
14.30 Fram – Þór, Lengjubikarkeppni karla í fótbolta sýndur beint á Fram TV.
15.00 KA – Þróttur Reykjavík, Mizunodeild kvenna í blaki – sýndur beint á KA TV.
15.00 KA – Valur, Lengjubikarkeppni karla í fótbolta – sýndur beint á Stöð 2 Sport.
16.00 Stjarnan – KA/Þór Olísdeild kvenna í handbolta – sýndur beint á 210tv.
17.45 SA – Fjölnir, Hertzdeild kvenna í íshokkí – sýndur beint á sjónvarpsrás íshokkísambandsins.
19.30 Þór 3 – Nökkvi, Kjarnafæðismótið í fótbolta, B-deild – sýndur beint á Þór TV.
Sunnudagur
10.00 SA – Fjölnir, Hertzdeild kvenna í íshokkí – sýndur beint á rás Íshokkísambandsins.
13.00 KA – Þróttur Reykjavík, Mizunodeild kvenna í blaki – sýndur beint á KA TV.
13.30 ÍBV – KA, Olísdeild karla í handbolta – sýndur beint á ÍBV TV.
15.00 Þór/KA – Tindastóll, Lengjubikarkeppni kvenna í fótbolta – sýndur beint á KA TV.
16.30 Þór – Grótta, Olísdeild karla í handbolta í Höllinni – sýndur beint á Stöð 2 Sport.
- Slóðir inn á allar útsendingar íþróttafélaganna sjálfra verða birtar hér í fyrramálið.