Íþróttir
Íslandsmót í fitness haldið í Hofi
20.04.2022 kl. 06:00
Íslandsmót Alþjóðasambands líkamsræktarmanna - IFBB - fer fram í Menningarhúsinu Hofi á föstudaginn, 22. apríl. Keppt verður í módelfitness, fitness karla og kvenna, vaxtarrækt, sportfitness og wellness. Um 40 keppendur stíga á svið að þessu sinni og búast má við harðri keppni í flestum flokkum, að því er segir í tilkynningu.
Húsið verður opnað klukkan 17.00 og keppni hefst kl. 18.00. Hér er hægt að kaupa miða.