Íþróttir
Íslandsmeistari öldunga í pílukasti
21.01.2024 kl. 06:00

Þórsararnir Hrefna Sævarsdóttir Íslandsmeistari öldunga í pílukasti, til vinstri, og Guðrún Þórðardóttir. Þær mættust í úrslitaviðureigninni. Mynd af heimasíðu Þórs.
Hrefna Sævarsdóttir úr Þór tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil öldunga í pílukasti. Öldungar teljast þeir sem eru fimmtugir og eldri.
Fjórir keppendur voru í kvennaflokki á mótinu sem fram fór hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur við Tangarhöfða. Fyrir úrslitaleikinn var ljóst að Íslandsbikarinn væri á leið norður því Hrefna mætti öðrum Þórsara, Guðrúnu Þórðardóttur, í lokarimmunni.