Íþróttir
Íslandsmeistararnir sækja KA heim í byrjun
21.12.2020 kl. 14:23
Brynjar Ingi Bjarnason KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir Þór/KA og Orri Sigurjónsson Þór.
KA mætir Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik Lengjubikarkeppninnar í fótbolta þegar hún hefst um miðjan febrúar og Þór/KA mætir Tindastóli, nýliðunum í efstu deild Íslandsmóts kvenna. Karlalið Þórs leikur gegn Fram í Reykjavík.
Flautað verður til leiks í A-deild karla og kvenna í Lengjubikarkeppninni föstudaginn 12. febrúar. KA er í riðli 1 ásamt Val, Aftureldingu, Grindavík, HK, og Víkingi frá Ólafsvík. Þór er í riðli 2 ásamt FH, Fram, Kórdrengjum, KR og Víkingi úr Reykjavík.
Í kvennaflokki er Þór/KA í riðli 2 ásamt Íslandsmeisturum Breiðabliks, FH, Fylki, Stjörnunni og Tindastóli.
Fyrstu leikir Akureyrarliðanna verða sem hér segir:
KA – Valur 13. febrúar
Fram – Þór 13. febrúar
Þór/KA – Tindastóll 14. febrúar