Fara í efni
Íþróttir

Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki kvenna

Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki. Aftari röð frá vinstri: Birkir Hermann Björgvinsson þjálfari, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Emelía Ósk Kruger, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir, Karítas Hrönn Elfarsdóttir, Lilja Gull Ólafsdóttir, Hanna Klara Birgisdóttir, Úlfhildur Embla Klemenzdóttir, Elsa Dögg Jakobsdóttir og Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: María Björg Steinmarsdóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Sigrún Rósa Víðisdóttir, Herdís Agla Víðisdóttir, Helena Hafdal Björgvinsdóttir, Maríana Mist Helgadóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Lið Þórs/KA/Hamranna varð Íslandsmeistari B-liða í knattspyrnu í 3. flokki á laugardaginn. Stelpurnar unn HK 3:1 í úrslitaleik á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).

Þór/KA/Hamrarnir höfðu yfirburði í fyrri hálfleik og staðan var 3:0 í hálfleik;  Ólína Helga Sigþórsdóttir, Karitas Hrönn Elfarsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir skoruðu allar á fyrsta hálftímanum.

Ragnhildur Sóley Jónasdóttir minnkaði muninn fyrir HK þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, og heimamenn höfðu heppnina með sér því HK átti tvö skot í stöng og eitt í þverslá. En akureyrsku stelpurnar hrósuðu sigri og fögnuðu að vonum innilega.

Íslandsmótið fer fram með þeim hætti að sérstök keppni er á meðal A-liða félaganna og önnur fyrir B-liðin. 

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Stelpurnar fagna meistaratitlinum. Fyrirliðar eru systurnar Sigrún Rósa Víðisdóttir og Herdís Agla Víðisdóttir. Herdís Agla var fyrirliði í sumar, en Sigrún Rósa tók við bandinu í síðustu tveimur leikjunum. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.