Íslandsmeistarar B-liða í 3. flokki kvenna
Lið Þórs/KA/Hamranna varð Íslandsmeistari B-liða í knattspyrnu í 3. flokki á laugardaginn. Stelpurnar unn HK 3:1 í úrslitaleik á Þórsvellinum (SaltPay vellinum).
Þór/KA/Hamrarnir höfðu yfirburði í fyrri hálfleik og staðan var 3:0 í hálfleik; Ólína Helga Sigþórsdóttir, Karitas Hrönn Elfarsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir skoruðu allar á fyrsta hálftímanum.
Ragnhildur Sóley Jónasdóttir minnkaði muninn fyrir HK þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, og heimamenn höfðu heppnina með sér því HK átti tvö skot í stöng og eitt í þverslá. En akureyrsku stelpurnar hrósuðu sigri og fögnuðu að vonum innilega.
Íslandsmótið fer fram með þeim hætti að sérstök keppni er á meðal A-liða félaganna og önnur fyrir B-liðin.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.
Stelpurnar fagna meistaratitlinum. Fyrirliðar eru systurnar Sigrún Rósa Víðisdóttir og Herdís Agla Víðisdóttir. Herdís Agla var fyrirliði í sumar, en Sigrún Rósa tók við bandinu í síðustu tveimur leikjunum. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.