Fara í efni
Íþróttir

Íslandsbikar á loft og karlarnir hefja leik

Jóhann Leifsson og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkífólk ársins á Íslandi 2020. Þau verða bæði í eldlínunni í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsbikar kvenna í íshokkí fer á loft í kvöld, eftir þriðja úrslitaleik Skautafélags Akureyrar og Fjölnis. SA vann stórsigur í fyrsta leiknum hér nyrðra og Fjölnir vann aðra viðureign liðanna eftir framlengingu í Egilshöllinni, þannig að þegar baráttan hefst klukkan 20.30 í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri verður leikið til þrautar. 

Karlalið SA, Víkingar, mætir einnig Fjölni í dag á Akureyri, og þar með hefst úrslitakeppni karlanna. Sú viðureign hefst klukkan 16.00 en miðasala klukkan 15.15. Fimm leiki þarf í mesta lagi; liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Miðasla á kvennaleikinn hefst klukkan 19.45 í anddyri Skautahallarinnar. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og fólk beðið um að sýna þolinmæði því skrá þarf alla í sæti á leiðinni inn.