Íþróttir
Isak Pedersen varð í 78. sæti á ÓL í Kína
08.02.2022 kl. 10:29
Isak Stianson Pedersen úr Skíðafélagi Akureyrar keppti í sprettgöngu í morgun á ólympíuleikunum í Peking. Hann varð í 78. sæti af 90 keppendum en 88 luku keppni.
Í sprettgöngu er mikill handagangur í öskjunni. Keppendur ganga einungis einn og hálfan kílómeter og 30 fyrstu komast áfram í næstu umferð. Isak var með rásnúmer 61, honum gekk vel fyrri hlutann og var í 53. sæti þegar keppni var hálfnuð, en varð að lokum í 78. sæti sem fyrr segir. Hann gekk vegalengdina á 3:11,95 mínútum.
Lucas Chanavat frá Frakklandi var fljótastur allra í morgun; fór brautina á 2:45,03 mínútum.