Fara í efni
Íþróttir

Í dag: blak, fótbolti, handbolti og íshokkí

Íþróttamenn bæjarins eru á ferð og flugi um helgina sem endranær. Aðeins einn leikur er þó á dagskrá hér heima, þar sem kvennalið KA/Þórs tekur á móti Haukum á Íslandsmótinu í handbolta.

Dagskráin lítur annars þannig út:

15.00 Kjörísbikar karla í blaki, 8 liða úrslit, Afturelding - KA í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ

15.00 Lengjubikar karla í fótbolta, FH - Þór í Skessunni, Hafnarfirði

15.00 Lengjubikar karla í fótbolta, Afturelding - KA, Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ

15.30 Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta kvenna, KA/Þór - Haukar í KA-heimilinu. Smellið hér til að horfa á beina útsendingu KA TV

17.45 Hertz deild Íslandsmóts kvenna í íshokkí, SR - SA í Skautahöllinni í Laugardal