Hverjir komu til KA og hverjir eru farnir?
Fyrsti leikur KA í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu verður í dag þegar HK úr Kópavogi kemur í heimsókn á Greifavöllinn sunnan við KA-heimilið. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA frá síðustu leiktíð í knattspyrnunni. Þessir hafa komið og farið.
KOMNIR
Viðar Örn Kjartansson frá CSKA 1948 Sofia í Búlgaríu
Hans Viktor Guðmundsson frá Fjölni
Hákon Atli Aðalsteinsson frá Völsungi (úr láni)
Kári Gautason frá Dalvík/Reyni (úr láni)
Þorvaldur Daði Jónsson frá Dalvík/Reyni (úr láni)
FARNIR
Jóan Símun Edmundsson í Shkupi í Norður-Makedóníu
Steinþór Freyr Þorsteinsson í Völsung
Dusan Brkovic í FH
Alex Freyr Elísson í Breiðablik (var í láni - er nú farinn til Fram)
Pætur Petersen í KÍ Klaksvík í Færeyjum
LÁNAÐIR
Ívar Arnbro Þórhallsson í Hött/Hugin
Mikael Breki Þórðarson í Dalvík/Reyni