Hvað gera Þórsarar er Dedrick snýr aftur?
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta heldur áfram í kvöld þegar Þór tekur á móti hinu Þórsliðinu, frá Þorlákshöfn. Þetta er önnur viðureign liðanna í átta liða úrslitunum; heimamenn unnu fyrsta leikinn fyrir sunnan um síðustu helgi með nítján stiga mun, 95:76, svo nú er stund hefndarinnar runnin upp.
Akureyrar-Þórsarar voru án leikstjórnandans Dedrick Deon Basile í Þorlákshöfn, þar sem hann tók út leikbann, en Dedrick verður með á ný í kvöld og munar um minna. Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslit Íslandsmótsins. Norðanmenn hafa sýnt að þegar allir ná sér á strik eru Þórsliðinu flestir vegir færir, svo spennandi verður að sjá hvernig fer í kvöld.
Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsrás Þórs. Smellið hér til að horfa, það kostar 1.000 skv. upplýsingum á heimasíðu Þórs.