Fara í efni
Íþróttir

Hvað gera stelpurnar gegn Val í kvöld?

Rut Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir verjast Hildigunni Einarsdóttur í KA-heimilinu á mánudaginn. Sunna Guðrún Pétursdóttir við öllu búin í markinu. Ljósmyndi Skapti Hallgrímsson.

Þriðji leikur KA/Þórs og Vals í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta fer fram í dag í Origohöll Vals að Hlíðarenda. Liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn en sigra þarf í þrígang til þess að komast í úrslit.

Valur vann fyrsta leikinn á heimavelli, 28:27, en Stelpurnar okkar í KA/Þór höfðu betur í KA-heimilinu á mánudagskvöldið, 26:23. 

Leikurinn í dag hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, eins og allir leikir í undanúrslitum og úrslitum Íslandsmótsins. Útsending hefst klukkan 17.40.

Fram og ÍBV mætast einnig í undanúrslitum í kvöld. Þar standa Framarar vel að vígi, hafa unnið báða leikina og geta því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á heimavelli í kvöld. Flautað verður til leiks í Framheimilinu klukkan 19.40 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05.