Fara í efni
Íþróttir

Helena og Mateo best – sex frá KA í úrvalsliðum

KA-mennirnir Helena Kristín Gunnarsdóttir og Miguel Mateo Castrillo voru valin bestu leikmenn nýliðins tímabils í blaki af Blaksambandi Íslands. Þá eru sex KA-menn í úrvalsliðum efstu deilda karla og kvenna, þrír í hvoru liði. Greint er frá þessu á heimasíðu KA.

Karla- og kvennalið KA í blaki urðu bæði Íslandsmeistarar í vetur og stelpurnar gerðu sér reyndar lítið fyrir og unnu allt sem hægt var að vinna; urðu einnig bikar- og deildarmeistarar, svo og meistarar meistaranna.

Í úrvalslið kvenna voru valdar úr KA, Helena Kristín í stöðu kants, Jóna Margrét Arnarsdóttir í stöðu uppspilara og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir sem frelsingi.

KA-mennirnir í úrvalsliði karla eru Miguel Mateo Castrillo, í stöðu kants, Zdravko Kamenov sem uppspilari og Gísli Marteinn Baldvinsson, í stöðu miðju.

Auk þess að vera besti leikmaður deilarinnar var Mateo sá stigahæsti með miklum yfirburðum. Vert er að nefna einnig að hann er þjálfari bæði karla- og kvennaliðs KA.

Nánar hér á heimasíðu KA