Fara í efni
Íþróttir

Heiðruðu þá gömlu; Nói er „guðfaðirinn“

Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir, Jóhanna Jessen, Nói Björnsson, Dóra Sif Sigtryggsdóttir og Maríanna Ragnarsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Töluverðar breytingar urðu á stjórn Þórs/KA á síðasta aðalfundi, meðal annars dró Nói Björnsson sig í hlé, en hann hefur verið formaður kvennaráðs sameiginlegs liðs Þórs og KA síðustu 15 ár. Ný stjórn Þórs/KA notaði tækifærið í leikhléi viðureignar liðsins við Þrótt í gær, og heiðraði þau fjögur sem gengu úr stjórninni síðast. Mönnum reiknaðist til að samanlagt hefði hópurinn sinnt stjórnarstörfum í um liðlega 40 ár! Frá vinstri: Ingibjörg Júlíusdóttir, Jóhanna Jessen, Nói Björnsson, Dóra Sif Sigtryggsdóttir, nýr formaður stjórnar, og Maríanna Ragnarsdóttir, eiginkona Sigurgeirs Svavarssonar, sem hætti eftir fjögur ár í stjórn en var ekki viðstaddur í gær. Fjórmenningarnir fengu allir blómvönd og Nói að auki forláta keppnistreyju Þórs/KA-liðsins sérmerkta honum; Nói verður hér eftir nefndur Guðfaðirinn á þessum vettvangi.