Heiða Hlín, Jana og Hrefna verða með Þór
Heiða Hlín Björnsdóttir hefur samið við Þór um að leika með körfuboltaliði félagsins næsta vetur. Áður höfðu Ásgerður Jana Ágústsdóttir og Hrefna Ottósdóttir samið við Þór, sem teflir fram kvennaliði á ný eftir eftir tveggja ára hlé. Stelpurnar léku allar með Þór á sínum tíma. Daníel Andri Halldórsson þjálfar liðið, sem verður í 1. deild, neðri deild Íslandsmótsins.
„Heiða Hlín er ein af betri körfuboltakonum sem komið hafa upp úr yngri flokkum Þórs,“ segir á heimasíðu félagsins. „Heiða Hlín sem er 24 ára gömul var ein af burðarásum í liði Þórs til margra ára en hún lék hún síðast með Þór tímabilið 2017-2018. Á lokahófi 2018 var Heiða valin mikilvægasti leikmaður liðsins.
Eftir það tímabil gekk Heiða Hlín til liðs við Snæfell en síðustu tvö tímabil hefur hún verið í lykilhlutverki hjá úrvalsdeildarliði Fjölnis. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um hversu mikill hvalreki það er fyrir Þór að endurheimta svo sterkan leikmann sem Heiða Hlín er.“
Hrefna, sem leikur í stöðu bakvarðar, er aðeins 19 ára en býr hún yfir mikilli reynslu enda var hún farin að spila með meistaraflokki á fermingarárinu, segir á heimasíðu Þórs. Ásgerður Jana er 25 ára framherji sem lék með Þór veturinn 2018 til 2019 og var mjög mikilvægur hlekkur.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir, Daníel Andri Halldórsson og Hrefna Ottósdóttir.