Íþróttir
Harley Willard til Þórs eftir tímabilið
19.07.2021 kl. 22:12
Mynd af Twitter reikningi knattspyrnudeildar Þórs í kvöld
Þórsarar hafa samið við knattspyrnumanninn Harley Bryn Willard til þriggja ára og gengur hann til liðs við félagið eftir keppnistímabilið. Hann leikur nú með Víkingi í Ólafsvík.
Willard er 23 ára framherji sem kom til Víkings fyrir sumarið 2019 og hefur gert 21 mark í 53 leikjum í B-deild Íslandsmótsins. Hann er fæddur á Englandi en lék þó fyrir Skotland, var á sínum tíma með í einum leik landsliðs 18 ára og yngri.
„Vægast sagt mikill liðsstyrkur sem við hlökkum til að sjá í hvítu og rauðu!“ segir á Twitter reikningi Þórs í kvöld.