Fara í efni
Íþróttir

Handboltinn: KA/Þór - ÍBV og Selfoss - KA

Stelpurnar í KA/Þór leika á heimavelli í dag gegn ÍBV. Myndin er tekin á kynningarkvöldi KA/Þórs og KA í vikunni. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Íslandsmótið í handbolta hófst í vikunni og Akureyringar hefja leik í dag í efstu deild, Olís deildinni; kvennalið KA/Þórs tekur á móti ÍBV í KA-heimilinu klukkan 13.00 og karlalið KA sækir Selfoss heim. Leikurinn á Selfossi hefst klukkan 16.00.

Nýir þjálfarar eru í brúnni hjá báðum liðum. Arna Valgerður Erlingsdóttir er aðalþjálfari KA/Þórs og Þorvaldur Þorvaldsson aðstoðarþjálfari.  Nýr þjálfari KA er Halldór Stefán Haraldsson.

Markvörðurinn Nicolai Kristensen sem kom til KA í sumar frá Noregi, Ott Varik hornamaður frá Eistlandi og Halldór Stefán Haraldsson sem ráðinn var þjálfari í sumar. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Töluverðar breytingar verða á liði KA/Þórs í vetur frá síðasta tímabili. Fyrir það fyrsta eru tveir lykilmenn, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir, í fæðingarorlofi og þá fór Daninn Ida Hoberg HSG Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Hildur Lilja Jónsdóttir gekk til liðs við Aftureldingu, Anna Marý Jónsdóttir fór til Danmerkur, Ólöf Marín Hlynsdóttir til Aftureldingar og Sunna Katrín Hreinsdóttir í Víking

Rakel Sara Elvarsdóttir er hins vegar komin heim á ný eftir ársdvöl í Noregi.

Breytingar hafa einnig orðið á KA-liðinu. Markvörðurinn Nicholas Satchwell er farinn til Viking TIF í Noregi, Dagur Gautason til ØIF Arendal, einnig í Noregi, Allan Norðberg gekk til liðs við Val og Gauti Gunnarsson sneri aftur til ÍBV.

KA-menn sömdu í staðinn við markvörðinn Nicolai Horntvedt Kristensen, sem kom frá Nøtterøy í Noregi, og hornamanninn Ott Varik frá FC Viljandi í Eistlandi. Þá samdi KA áfram við fjölda ungra, uppaldra KA-manna.

Stelpurnar í KA/Þór leika á heimavelli í dag gegn ÍBV. Myndin er tekin á kynningarkvöldi KA/Þórs og KA í vikunni. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Spáin

Akureyrarliðunum var ekki séð spáð sérstöku gengi í árlegum samkvæmisleik, spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna sem opinberuð var á kynningarfundi deildarinnar í vikunni.

Spáin er þessi fyrir Olís deild karla:

1. FH - 391 stig
2. Val­ur - 347 stig
3. Aft­ur­eld­ing - 335 stig
4. ÍBV - 325 stig
5. Hauk­ar - 267 stig
6. Fram - 254 stig
7. Stjarn­an - 201 stig
8. Sel­foss - 176 stig
9. KA - 167 stig
10. Grótta - 121 stig
11. HK - 116 stig
12. Vík­ing­ur - 77 stig

Spáin fyrir Olís deild kvenna lítur svona út:

1. Val­ur - 167 stig
2. Hauk­ar - 139 stig
3. ÍBV - 137 stig
4. Fram - 121 stig
5.Stjarn­an - 91 stig
6. KA/Þ​ór - 80 stig
7. Aft­ur­eld­ing - 54 stig
8. ÍR - 51 stig

Allir leikir sýndir beint

Stór­tæk­ar breyt­ing­ar verða í sjón­varps- og út­breiðslu­mál­um hjá Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands fyr­ir kom­andi keppn­is­tíma­bil, að því er segir í tilkynningu frá sambandi.

Á heimasíðu sam­bands­ins seg­ir að HSÍ muni boða til „um­bylt­ing­ar varðandi upp­tök­ur og út­send­ing­ar frá deild­ar­keppn­um í ís­lensk­um hand­knatt­leik í nán­ustu framtíð þar sem nýj­asta, sta­f­ræna tækni verður nýtt til hins ýtr­asta í nánu sam­starfi við fjölda bak­hjarla og sam­starfsaðila.“

Sím­inn mun taka að sér að setja upp sér­staka hand­bolta-/​áskrift­ar­rás þar sem all­ir leik­ir í efstu deild­um og ein­stök mót yngri flokka verða sýnd­ir í beinni út­send­ingu. Sím­inn mun enn­frem­ur sýna í hverri viku að minnsta kosti einn leik úr efstu deild­um í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans ásamt því að veita marg­vís­lega þjón­ustu. Hægt er að panta áskrift að Hand­boltapass­an­um hér.

Nánar hér á heimasíðu HSÍ