Handboltinn af stað: KA mætir Haukum í kvöld
Íslandsmótið í handbolta hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum í efstu deild karla, Olís deildinni. KA-menn hefja leik í kvöld þegar þeir mæta Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
KA var í vikunni spáð 9. sæti í Olís deild karla og KA/Þór var spáð 5. sæti í Olís deild kvenna í árlegum samkvæmisleik, þar sem þjálfarar, leikmenn og forráðamenn liðanna spá í spilin.
Val er spáð sigri bæði í karla- og kvennaflokki. Vert er að geta þess að aðeins aðeins munar einu stigi á Fram og KA í spánni fyrir karladeildina í þessum árlega samkvæmisleik; Fram er spáð áttunda sæti, því síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni.
Karlalið Þórs leikur í Grill 66 deild Íslandsmótsins, næstu efstu deild, og er spáð 3. sæti.
Olís deild kvenna hefst í næstu viku. Fyrsti leikur Þórs/KA er gegn ÍBV í Vestmannaeyjum annan laugardag. Keppni í Grill 66 deildinni hefst föstudaginn 23. september þegar Þór tekur á móti Fjölni í Höllinni á Akureyri.
Spáin fyrir Olís-deild karla:
- Valur (346 stig)
- ÍBV (328 stig)
- Stjarnan (291 stig)
- FH (270 stig)
- Haukar (244 stig)
- Afturelding (211 stig)
- Selfoss (169 stig)
- Fram (159 stig)
- KA (158 stig)
- Grótta (100 stig)
- Hörður (58 stig)
- ÍR (40 stig)