Fara í efni
Íþróttir

Handbolti: KA - Haukar Körfubolti: Þór - KR

Smári Jónsson körfuboltamaður í Þór og Ólafur Gústafsson handboltamaður í KA. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Tveir íþróttaleikir eru á dagskrá á Akureyri í kvöld og hefjast báðir kl. 19.30, annar í KA-heimilinu, hinn í Íþróttahöllinni.

KA - Haukar, Olís deildin í handbolta

Bæði lið eru með sex stig eftir fimm leiki í efstu deild Íslandsmótsins. KA hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli, en fyrsta tap vetrarins kom í síðasta leik þegar KA-strákarnir mættu Íslandsmeisturum ÍBV í Eyjum. Haukar hafa unnið þrjá leiki en tapað tveimur. Þeir burstuðu Gróttu í síðustu umferð með 11 marka mun.

Þór - KR, 1. deildin í körfubolta

Þórsarar taka á móti Vesturbæjarliðinu, sem féll niður úr efstu deild í vor í fyrsta skipti. Leikurinn er liður í 2. umferð Íslandsmótsins og fyrsti heimaleikur Þórs í vetur; Þórsarar töpuðu naumlega fyrir Snæfelli í Stykkishólmi í fyrsta leik, eftir að hafa verið með góða forystu en KR-ingar fögnuðu hins vegar sigri í fyrstu umferð þegar þeir sóttu lið Skallagríms heim í Borgarnes.

Smellið hér til að sjá kynningu á Þórsliðinu

Smellið hér til að kaupa beina útsendingu frá leiknum