Handboltamenn komnir á kreik á ný
Handboltamenn eru komnir á stjá á ný og í dag hófst Opna Norðlenska mótið, árlegt æfingamót karla og kvenna.
Íslandsmeistararar KA/Þórs í kvennaflokki mættu ungmennaliði ÍBV í Höllinni síðdegis. Bestu leikmenn meistaranna léku fyrsta kortérið en ungar og efnilegar stelpur í liði KA/Þórs leystu þær svo af. KA/Þór vann mjög öruggan sigur eins og reiknað var með.
ÍBV og Fram léku í kvennaflokki í KA-heimilinu, þar mættust KA og Hörður í karlaflokki, og í kvöld mætast þar ungmennalið KA og Fram.
Leikir morgundagsins:
11.00 konur: ÍBV – KA/Þór í Höllinni
12.00 karlar: KA – Fram í KA-heimilinu
13.30 karlar: KA U – Hörður í Höllinni
14.00 konur: KA/Þór – Fram í KA-heimilinu
Leikir í KA-heimilinu eru sýndir beint í KA-sjónvarpinu. Smellið hér til að horfa.