Fara í efni
Íþróttir

Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona ársins

Hafdís Sigurðardóttir og Ingvar Ómarsson - hjólreiðafólk ársins á Íslandi.

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar er hjólreiðakona ársins hér á landi. Þetta var tilkynnt á lokahófi Hjólreiðasambands Íslands sem haldið var í gær. Hjólreiðakarl ársins er Ingvar Ómarsson úr Breiðabliki.

Efnilegasta hjólreiðafólk ársins er Bergdís Eva Sveinsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Tómas Kári Björgvinsson Rist úr Brettafélagi Hafnarfjarðar.

Allir bikarmeistarar ársins voru heiðraðir og viðurkenningar í aldursflokkum veittar auk þess sem þau bestu og efnilegustu voru heiðruð.

Nöfn allra bikarmeistara og þeirra sem fengu viðurkenningar fyrir flest stig í aldursflokkum má sjá hér.