Íþróttir
Hafdís Íslandsmeistari í götuhjólreiðum
26.06.2023 kl. 06:00
Hafdís Sigurðardóttir, úr Hjólreiðafélagi Akureyrar, er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Hér er hún ásamt Íslandsmeistaranum í karlaflokki, Ingvari Ómarssyni úr Breiðabliki. Mynd: hri.is
Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólfreiðafélagi Akureyrar vann um helgina Íslandsmeistaratitil í götuhjólreiðum.
Íslandsmótið í götuhjólreiðum fór fram á Þingvöllum og ræst í námunda við þjónustumiðstöðina. Hjóluð var 118 km leið í kvennaflokki. Félagi Hafdísar úr HFA, Silija Jóhannesdóttir, kom önnur í mark, fast á hæla Hafdísar.
Nánar er fjallað um Íslandsmótið á vef Hjólreiðasambands Íslands.
Hafdís varð einnig Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímatöku í fyrra og var þá valin hjólreiðakona ársins. Hún vakti mikla athygli í desember þegar hún hjólaði 1.012 kílómetra á 46 klukkustundum á líkamsræktarstöðinni Bjargi. Þær Hafdís og Silja reyndu báðar fyrir sér á EM í götuhjólreiðum í fyrrasumar.