Fara í efni
Íþróttir

Gull í hnébeygju á HM og silfur í samanlögðu!

Akureyringurinn Sól­ey Mar­grét Jóns­dótt­ir vann í gær til gullverðlauna í hnébeygju á heimsmeistaramótinu í kraft­lyft­ing­um í +84kg flokki og fékk silf­ur­verðlaun fyrir samanlagðan árangur. Sól­ey, sem sem flutti suður snemma árs 2020, æfir og keppir með Breiðabliki. HM fór fram í Viborg í Danmörku og lauk í gær.

  • Sóley Margrét lyfti 275 kíló­um í hné­beygju og vann þar með gull í þeirri grein á HM.
  • Í bekkpressu lyfti hún 190 kíló­um, sló þar með Íslands­met en varð í þriðja sæti á HM; hlaut bronsverðlaun.
  • Í rétt­stöðulyftu lyfti Sóley Margrét 180 kíló­um og þar með sam­tals 645 kíló­um sem tryggði henni silf­ur­verðlaun í samanlögðu.

Sól­ey er fædd árið 2001 og er því enn í ung­linga­flokki en um var að ræða HM fullorðinna.

Markmið að verða heimsmeistari

Í þriðju og síðustu réttstöðulyftunni í gær reyndi Sóley við 220 kg. Hefði sú lyfta heppnast hefði Sóley orðið heimsmeistari en það gekk ekki.

„Markmiðið mitt hefur verið, frá því ég var 14 ára, að verða heimsmeistari í opnum flokki svo það var mikil hamingja sem fylgdi því að eiga möguleika á að reyna við titilinn í lokalyftunni,“ skrifaði Sóley Margrét á Facebook.

Hún var engu að síður himinlifandi. „Ég hef verið að glíma við erfið meiðsli síðan í júní s.l. og fór inn í þetta mót í mikilli óvissu um hvernig myndi ganga og hvað bakið myndi leyfa þennan dag. Ég lét þó ekkert stoppa mig og gaf allt sem tankurinn leyfði og ég gæti ekki verið ánægðari með útkomuna! Ekki einungis vegna þess að ég nappaði öðru sæti á HM heldur líka hversu vel ég tæklaði það sem á móti blés.“

Sóley Margrét eftir mótið í gær ásamt foreldrum sínum, Jóni P. Magnússyni og Grétu Baldursdóttur. Myndir af Facebook síðu Grétu.