Fara í efni
Íþróttir

Grímur, húfur, svuntur, jólakúlur

Þórs og KA-grímur, KA húfur, Golfklúbbssvunta og Þórs-jólakúla! Ýmislegt í boði ef menn vilja leggja íþróttastarfsemi í bænum lið.

Íþróttafélög verða af miklum tekjum um þessar mundir og hafa orðið síðustu mánuði. Ekkert er keppt og enginn aðgangseyrir kemur þar af leiðindi í kassann. Líka er hætt við því að fyrirtæki hafi þurft að draga saman seglin og geti ekki styrkt við bakið á íþróttafélögum og -fólki eins og til stóð, vegna heimsfaraldursins.

Neyðin kennir hins vegar naktri konu að spinna og bæði Þór og KA gripu til þess ráðs, eins og margir aðrir, að láta framleiða andlitsgrímur með merkjum félaganna; vörur sem fjöldinn þarf og vill nota og er því sniðug fjáröflunarleið. Enda hafa grímurnar rokið út hjá báðum félögum.

KA-menn hafa einnig boðið til sölu húfur skreyttar merki félagsins, Golfklúbbur Akureyrar auglýsir forláta svuntur til sölu og er það fjáröflun til styrktar ungum GA kylfingum sem eru á leið í æfingaferð, vonandi á næsta ári.

Þá er ógetið Þórsjólakúlu, sem félagið hefur látið útbúa í nokkur ár og hefur notið mikilla vinsælda. Margir safna þeir og hengja á jólatréð.

Eins og á þessu sest situr íþróttaforystuna ekki með hendur í skauti þótt hvorki megi æfa né keppi. Þarft framtak sem mun án skipta gríðarlegu miklu máli fyrir alla þegar kófinu lýkur.

Grimurnar eru boðnar til sölu á Facebook síðum KA og Þórs, annað má sjá heimasíðum félaganna.

Heimasíða Golfklúbbs Akureyrar

Heimasíða KA   

Heimasíða Þórs