Fara í efni
Íþróttir

Glæsilegir sigrar íshokkíliða SA á Fjölni

Myndir af Facebooksíðu íshokkídeildar SA

Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí lauk keppnisárinu sannarlega með stæl með glæsilegan sigur á Fjölni, 10:4, í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Kvennalið SA fékk Fjölni einnig í heimsókn um helgina og sigraði í tvígang. Þetta voru fyrstu heimaleikir stelpnanna í vetur en þær eiga tvo leiki eftir fyrir jól, mæta SR tvisvar í Reykjavík um næstu helgi.

Karlaliðið SA, Víkingar, átti 44 markskot í leiknum gegn 19 skotum Fjölnis. SA Víkingar hafa unnið níu leiki af 10 á tímabilinu og eru efstir í Hertz-deild karla með 27 stig. Baltasar Hjálmarsson og Róbert Hafberg gerðu tvö mörk fyrir SA og eitt mark gerðu Hafþór Sigrúnarson, Andri Mikaelsson, Matthís Stefánsson, Jóhann Már Leifsson, Gunnar Arason og Björk Már Jakobsson.

Kvennalið SA vann fyrri leikinn gegn Fjölni 1:0 í gær með marki Evu Maríu Karvelsdóttir strax á fjórðu mínútu og Shawlee Gauderault markvörður SA varði síðan öll 22 skot gestanna!

SA vann Fjölni svo aftur í dag, nú 4:1. Þá átti SA 24 skot en Fjölnir 33. Mörk SA gerðu Jónína Guðbjartsdóttir, Hilma Bergsdóttir, Herborg Geirsdóttir og Gunnbjörg Jóhannsdóttir.